Fundi um kvótamál frestað
Vegna kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að afboða auglýstan hádegisfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á sunnudag um kvótann heim. Mælst er til þess að fjölmennari fundir en eitt hundrað manns  falli niður og er með þessari ákvörðun orðið við þeirri beiðni þar sem allt stefndi í að fundurinn færi yfir þau mörk.  
Krafan um kvótann heim stendur hins vegar óhögguð og verður næstu sunnudaga klukkan 12 á hádegi streymt umræðu um málefnið, nánar auglýst síðar á Kvótannheim.is, sem senn fer í loftið, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				