Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um Varnarstöðina í næstu viku
Laugardagur 15. október 2005 kl. 01:45

Fundað um Varnarstöðina í næstu viku

Samninganefndir íslenskra og bandarískra stjórnvalda munu hittast í næstu viku til að ræða varnir Íslands. Fundurinn verður í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í svari Geirs H. Haarde utanríkisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.

Á landsfundinum í dag sagði Geir að tekist hefði fyrir harðfylgi Davíðs Oddssonar, að koma í veg fyrir að loftvarnir hyrfu héðan. Nú þyrfti að lenda hinum þáttunum, aðallega hvað kostnaðarskiptingu varðar. Kvaðst Geir binda vonir við að vel gengi að ná sátt í málinu, að því Ríkisútvarpið segir í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024