Fundað um Varnarstöðina í næstu viku

Á landsfundinum í dag sagði Geir að tekist hefði fyrir harðfylgi Davíðs Oddssonar, að koma í veg fyrir að loftvarnir hyrfu héðan. Nú þyrfti að lenda hinum þáttunum, aðallega hvað kostnaðarskiptingu varðar. Kvaðst Geir binda vonir við að vel gengi að ná sátt í málinu, að því Ríkisútvarpið segir í kvöld.