Fundað um United Silicon í beinni útsendingu
Fundur Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík verður í beinni útsendingu núna kl. 09:30.
Gestir á fundinum verða: Umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir), United Silicon (Helgi Þórhallsson forstjóri, Kristleifur Andrésson og Þórður Magnússon), Íbúasamtök á Reykjanesi (Þórólfur Júlían Dagsson), bæjarráð Reykjanesbæjar (Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri) og Umhverfisstofnun (Sigrún Ágústsdóttir o.fl.).
Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.