Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um samgöngumál á Réttinum síðdegis
Miðvikudagur 17. október 2018 kl. 14:28

Fundað um samgöngumál á Réttinum síðdegis

Málfundafélag Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ boðar til fundar um samgöngumál sem verður haldinn á Réttinum í dag, miðvikudaginn 17. október, kl. 18:00-19:30. 
 
Þeir Jón Gunnarsson fyrrverandi samgönguráðherra, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson þingmenn og Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur verða með framsögur og svo verða fyrirspurnir úr sal. Fundurinn er opinn öllum og heitt á könnunni.
 
„Ég hvet fólk á Suðurnesjum til að mæta og heyra hvað þingmennirnir hafa að segja. Þetta skiptir okkur öll máli. Einfaldir kaflar Reykjanesbrautarinnar bera í dag ca 8-10.000 bíla umferð en raunumferð er rúmlega 17.000 bílar á dag. Samkvæmt Samgönguáætlun fáum við úrbætur eftir 15 ár. Hvað eru mörg banaslys þangað til?,“ segir Guðbergur Reynisson sem m.a. fer fyrir hópnum Stopp, hingað og ekki lengra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024