Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað um Grænásgatnamótin
Miðvikudagur 2. september 2009 kl. 08:40

Fundað um Grænásgatnamótin


Sveitastjórnarmenn, þingmenn úr Suðurkjördæmi og fulltrúar samgönguyfirvalda munu hittast á fundi í Ásbrú í kvöld þar sem umferðaröryggi á Reykjanesbraut verður til umræðu og þá sérstaklega á hinum hættulegu gatnamótum við Grænás.

Umferðarslys hafa verið tíð á þessum gatnamótum, Nýverið skirfaði Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, grein í VF þar sem hann sagði það einungis tímaspursmál hvenær banaslys yrði á þessum gatnamótum.

Umferð um gatnamótin hefur margfaldast eftir að svæðið breyttist úr varnarsvæði í háskólahverfi sem nú heitir Ásbrú. Þar  búa vel á annað þúsund íbúa, mest barnafólk, sem þurfa í miklum mæli að leita þjónustu t.d. skóla, verslun og íþróttir yfir þessa hraðbraut.
Fyrir tveimur árum stóð til í að ráðast í gerð mislægra gatnamóta við Grænás. Þeim áformum var síðan breytt þannig að til að byrja með yrði ráðist í gerð hringtorgs. Því var síðan slegið á frest eftir efnahagshrunið í niðurskurðartillögum samgönguráðherra.

Fundurinn í kvöld er haldinn að frumkvæði áhugahóps um umferðaröryggi á Reykjanesbraut.
----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Af vettvangi slyss á Grænásgatnamótunum. Umferðarslys þar eru tíð.