Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað með ráðherrum um stöðuna á Suðurnesjum
Frá fundi í Ráðherrabústaðnum 10. september 2020. Á myndinni eru talið frá vinstri: Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.
Fimmtudagur 10. september 2020 kl. 18:21

Fundað með ráðherrum um stöðuna á Suðurnesjum

Bæjarstjórar sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum ásamt framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum funduðu með ráðherranefnd um ríkisfjármál í Ráðherrabústaðnum í dag.

Fundarefnið var staða atvinnumála á Suðurnesjum. Spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði 17,6% í september en landsmeðaltal er 8,1%. Fundarmenn ræddu stöðuna í sveitarfélögunum og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir á komandi vetri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lagðar voru fram tillögur að verkefnum á Suðurnesjum sem hægt væri að fara í skömmum fyrirvara og leiðum til úrbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sóttvarnaraðgerðir vegna Covid 19 bitna hvað harðast á.