Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað með Landsneti og ráðherranefnd um Suðurnesjalínu 2
Suðurnesjalína 2 var m.a. rædd á fundi bæjarstjóra frá Suðurnesjum með ráðherranefnd í gær.
Föstudagur 11. september 2020 kl. 09:43

Fundað með Landsneti og ráðherranefnd um Suðurnesjalínu 2

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga fundaði með fulltrúum Landsnets í vikunni um málefni Suðurnesjalínu 2. Enn er erfið staða uppi í því máli, Landsnet telur sig ekki geta gert annað en að halda sig við áform um að leggja loftlínu, en Sveitarfélagið Vogar er því andsnúið og vill að línan verði lögð í jörð. Undir þessi sjónarmið hafa bæði Reykjanesbær og
Skipulagsstofnun tekið.

„Málið var til umræðu á fundi okkar bæjarstjóra með ráðherranefnd í gær. Landsnet ber ávallt fyrir sig stefnu stjórnvalda um að samkvæmt henni beri þeim að sækja um loftlínu. Það reynir því á stjórnvöld nú hvort vilji sé til að breyta stefnunni á þann veg, að heimilt verði að leggja línuna í jörð og þar með koma á varanlegri og öruggri lausn sem er til þess fallin að auka afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja sem og að vera sú lausn sem allir hagsmunaaðilar geta sameinast um,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann sendi frá sér í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024