Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað með landeigendum á næstunni vegna Suðurnesjalínu 2
Mánudagur 25. febrúar 2019 kl. 09:32

Fundað með landeigendum á næstunni vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur unnið svokallaða valkostagreiningu fyrir Suðurnesjalínu 2 og sent Skipulagsstofnun drög að frummatsskýrslu. Gert er ráð fyrir að rýni Skipulagsstofnunar taki nokkrar vikur. Að því loknu mun Landsnet bregðast við ábendingum og uppfæra skipulagsdrögin, áður en þau verða send í lögbundið umsagnarferli. Þetta kemur fram í vikulegum pistli sem Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum sendi frá sér fyrir helgi.
 
Frá því dómur féll í Hæstarétti þar sem framkvæmdaleyfi var ógilt og dæmt að umhverfismatið sem unnið var hefði verið ófullnægjandi, ákvað Landsnet að setja á stofn verkefnaráð, þar sem vinnsla nýs umhverfismats var unnin með víðtæku samráði við hina ýmsu hagaðila. 
 
Fulltrúar Landsnets komu til fundar við bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum fyrir síðasta fund bæjarstjórnar og kynntu frummatsdrögin. Bæjarstjórn mun væntanlega funda með landeigendum á næstunni, þar sem sameiginlega verður fjallað um drögin. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024