Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja og atvinnulífs
Mánudagur 22. apríl 2024 kl. 10:24

Fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja og atvinnulífs

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur boðað til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækja og atvinnulífs í Grindavík á morgun, þriðjudaginn 23. apríl. Fundurinn hefst kl. 16.30 í Kvikunni í Grindavík. Á fundinum er ætlunin að fara yfir ástand og horfur atvinnulífs í Grindavík.

Dagskrá fundarins er:

1. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur fundinn og fer yfir þau verkefni og viðfangsefni bæjarins er varðar atvinnulíf.

2. Jón Haukur Steingrímsson, verkfræðingur, fjallar um aðgengi að bænum og þá sérstaklega sprungur og aðgerðir við sprungur.

3. Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri og formaður starfshóps ráðuneyta um atvinnulíf í Grindavík, fer yfir verkefni starfshópsins og fyrirkomulag á skilum hópsins.

4. Umræða og fyrirspurnir. Orðið laust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024