Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 16. mars 2006 kl. 11:33

Fundað á Vellinum

Á varnarstöðinni stendur nú yfir fundur þar sem yfirmenn varnarliðsins fara yfir stöðuna með hermönnum og íslensku sem og bandarísku starfsfólki stöðvarinnar.

Fjölmiðlar fengu ekki að sitja fundinn, en samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun þar koma fram að ekki verði gert ráð fyrir fjárútlátum á vellinum eftir 30. septemper, þegar fjárhagsári varnarliðsins lýkur. Með því verður öllu starfsfólki sagt upp störfum, en þó á eftir að útkljá hvað verður um húsnæðið uppi á velli. Einhver umsvif munu verða í kringum viðhald á þeim, en ekki er vitað hversu mikil.

Starfsfólk mun fá uppsagnarfrest skv. samningum og einn frídag á 2 vikna fresti til að leita að vinnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024