Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Funda með íbúum Grindavíkur í dag kl. 16
Byggðin í Grindavík með Þorbjörn í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 27. janúar 2020 kl. 09:16

Funda með íbúum Grindavíkur í dag kl. 16

Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu Grindavík kl. 16 í dag, mánudaginn 27. janúar, þar sem vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun munu gera grein fyrir stöðunni en óvissustig Almannavarna var virkjað í gær vegna landriss rétt vestan við fjallið Þorbjörn.

Auk vísindamanna verða fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum á íbúafundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu. Eins verður eftirlit aukið með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða.