Funda með fjárlaganefnd á morgun
Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015 standa nú yfir. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hópur manna úr stjórnkerfi bæjarins mæti fjárlaganefndinni á fundi á morgun, miðvikudag.
Fyrir hönd Reykjanesbæjar munu þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Árni Sigfússon bæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson bæjarfulltrúi og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri hitta nefndarmenn.