Funda með bæjarbúum um framtíð Sjóarans síkáta
Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur í Grindavík þar sem framtíð hátíðarinnar Sjóarinn síkáti verður rædd, svo sem fyrirkomulag og viðburðir.
Rýnifundur var haldinn á dögunum þar sem farið var yfir það sem vel gekk og þarf að laga. Hátíðin í ár gekk vel og gestafjöldi svipaður og síðasta ár.