Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Funda á meðan landsleikur stendur yfir
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 11:50

Funda á meðan landsleikur stendur yfir

- Hollendingur vildi ekki breyta fundartíma

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fá í dag heimsókn frá fulltrúum nefndar Evrópuþingsins. Nefndin fer með málefni tengd sjálfstæði sveitarfélaga gagnvart ríki. Fundurinn mun standa frá klukkan 15:45 til 16:45 og er því ljóst að fundarmenn munu missa af fyrri hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á EM sem fram fer klukkan 16:00 í dag. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði frá fundinum á fundi bæjarstjórnar í gær. Hann sagði spaugilegu hliðina á málinu þá að sá sem fyrir nefndinni fari sé Hollendingur og að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi ekki tekist að fá fundartíma breytt. Þá hvatti hann bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn, enda væri fundarefnið þeim tengt. Bæjarstjórinn mun sitja fundinn, ásamt Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar.

Nefnd þessi fer til landa Evrópusambandsins og til EES-ríkjanna á nokkurra ára millibili og velur úr nokkur sveitarfélög í hverju landi og gerir úttekt á sjálfstæði þeirra gagnvart ríki. Í ferð sinni til Íslands að þessu sinni kynnir nefndin sér hvernig málum er háttað í Reykjanesbæ, Reykjavík, Dalabyggð og í Garðabæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024