Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fumkvöðlanám hjá Keili. Lumar þú á góðri hugmynd?
Þriðjudagur 5. ágúst 2008 kl. 10:21

Fumkvöðlanám hjá Keili. Lumar þú á góðri hugmynd?

Hjá Keili, Miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, er boðið uppá frumkvöðlanám. Frumkvöðlanám Keilis er eins árs nám fyrir þá sem vilja búa sér til atvinnu úr hugmyndum sínum eða áhugamáli og stunda öflugt háskólanám í leiðinni.

Nemendur fá tækifæri til að þróa hugmynd sína til fullbúinnar viðskiptaáætlunar undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins í þessum efnum.

Námið er 60 ECTS diplomanám á háskólastigi og er skipulagt í samstarfi Keilis, verkfræðideildar Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ).

Áhersla er lögð á hagnýtt nám með skýru markmiði, sem er að í lok þess standa nemendur uppi með fullþróaða viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun sem tilbúin er til fjármögnunar.

Nemendur útskrifast með gráðuna PDE (Professional Diploma in Entrepreneurship). Námskeiðin eru kennd í lotum að jafnaði á tveggja vikna fresti og standa í tvo og hálfan dag í senn, yfirleitt frá fimmtudagshádegi til laugardags.

Fagráð frumkvöðlanámsins skipa:
Jóhann Pétur Malmquist, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands
Magnús Árni Magnússon, framkvæmdastjóri skóla skapandi greina
Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Hjá Keili er enn tekið við umsóknum í frumkvöðlanámið. Ættu nú þeir sem luma á góðum hugmyndum að láta drauma sína rætast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024