Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fullveldissinnað framboð
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 14:36

Fullveldissinnað framboð

Bjarni Harðarson og Guðmundur S. Brynjólfsson skipa efstu sæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Heiðurssæti listans skipar listakonan Hildur Hákonardóttir. Baráttumál Regnbogaframboðsins í Suðurkjördæmi er að auka veg héraðsins, standa vörð um fullveldi Íslands og berjast fyrir gildum sjálfbærrar þróunar í íslensku samfélagi.

Regnboginn er eina framboðið sem setur tafarlausa stöðvun ESB aðlögunar á dagskrá í kosningabaráttunni. Frambjóðendur Regnbogans eru baráttumenn fyrir framgangi atvinnu og menningarlífs á forsendum heimamanna og telja mikilvægt að stuðla að vexti og viðgangi fyrirtækja sem eiga rætur og höfuðstöðvar í héraði.

Þá er framboðinu beint gegn því flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratugaskeið og við teljum  að íslenskum stjórnmálum muni betur farnast með óháðum stjórnmálamönnum sem ekki eru ekki starfsmenn stjórnmálaflokka heldur þjónar sinna kjósenda milliliðalaust. Regnboginn heitir á kjósendur að setja hag héraðsins og landsins alls ofar flokkshagsmunum.


J-listi Regnbogans í Suðurkjördæmi

1. Bjarni Harðarson bóksali

2. Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og rithöfundur

3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir viðurkenndur bókari

4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi

5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrarfræðingur

6. Elín Birna Vigfúsdóttir háskólanemi

7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir hljóðmaður og kvikmyndagerðamaður

8. Helga Garðarsdóttir framhaldsskólakennari

9. Valgeir Bjarnason fagsviðsstjóri

10. Magnús Halldórsson smiðjukarl

11. Tryggvi Ástþórsson varaform. Verkalýðsfélags Suðurlands

12. Eva Aasted sjúkraliði

13. Sigurlaug Gröndal verkefnisstjóri hjá Félagsmálaskóla alþýðu

14. Guðmundur Sæmundsson háskólakennari á Laugarvatni

15. Hlíf Gylfadóttir framhaldsskólakennari

16. Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðinemi og heimasæta

17. Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir bóndi

18. Helga Ágústsdóttir hugflæðiráðunautur

19. Óðinn Andersen starfsmaður Árborgar

20. Hildur Hákonardóttir myndlistarkona

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024