Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 13:27

Fullur og sofandi í ógöngum

Rétt fyrir fótaferðatíma í gærmorgun var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut rétt austan við Grindavíkurveg. Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og því fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.Á níunda tímanum í gærmorgun var tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Gærnás. Engin slys urðu á fólki. Ökumaður kvaðst hafa sofnað undir stýri með þessum afleiðingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024