Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullur flugfarþegi fékk ekki að fljúga
Mánudagur 9. janúar 2017 kl. 06:00

Fullur flugfarþegi fékk ekki að fljúga

Tveir einstaklingar sem stöðvaðir voru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni framvísuðu skilríkjum sem voru í eigu annarra. Þeir voru færðir á lögreglustöð og mál þeirra er komið í hefðbundið ferli.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvaðs flugfarþega í flugstöðinni sem hafði verið mjög ógnandi við flugáhöfn og öryggisverði.  Honum var meinað að fara með flugi til Varsjár vegna ástands hans.

Loks þurfti að lenda farþegaflugvél á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega. Vélin var á leið frá London til Los Angeles þegar veikindin komu upp á. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024