Fullur, próflaus og á stolnum bíl
 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann á þrítugsaldri eftir að hann varð uppvís að innbroti á heimili í Reykjanesbæ.  Maðurinn var í annarlegu ástandi og  er vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann á þrítugsaldri eftir að hann varð uppvís að innbroti á heimili í Reykjanesbæ.  Maðurinn var í annarlegu ástandi og  er vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.Þá var maður handtekinn í gær eftir að hafa verið stöðvaður á Reykjanesbraut. Í ljós kom að hann var sviptur ökuréttindum og er hann jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Síðar kom í ljós að bifreiðin sem hann ók var stolin. Maðurinn er vistaður í fangageymslu uns hægt verður að yfirheyra hann.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				