Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fulltrúi eldri borgara ekki boðaður
Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 11:50

Fulltrúi eldri borgara ekki boðaður

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær vakti Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar athygli á því að ákveðnir fulltrúar í Þjónustuhópi aldraðra á Suðurnesjum hefðu ekki verið boðaðir á fundi nefndarinnar undanfarið. Þessi nefnd starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra og sagði Guðbrandur að það væri skylda samkvæmt lögum að boða alla fulltrúa nefndarinnar á fundi. Fulltrúi eldri borgara í nefndinni Hilmar Jónsson hefði ekki fengið fundarboð að undanförnu. Á sama tíma væri verið að fjalla um mikilvæg málefni eldri borgara, aðbúnað, þjónustuúrræði og biðlista eftir þjónustu. Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði að málið yrði skoðað með framkvæmdastjóra SSS. Aðrir bæjarfulltrúar sem tóku til máls um málið sögðu það vera alvarlegt og töldu nauðsynlegt að það yrði skoðað.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024