Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fulltrúar Varnarliðsins funda með trúnaðarmönnum
Mánudagur 27. október 2003 kl. 15:35

Fulltrúar Varnarliðsins funda með trúnaðarmönnum

Nú stendur yfir fundur fulltrúa Varnarliðsins og trúnaðarmanna starfsmanna innan Varnarliðsins í húsakynnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Á fundinn kom Guðni Jónsson frá starfsmannahaldi Varnarliðsins, en á fundinum er einnig lögfræðingur frá ASÍ. Víkurfréttir greindu frá því í dag að um mánaðarmótin yrðu 90 manns sagt upp störfum innan Varnarliðsins og þar af búa 69 manns á Suðurnesjum. 28 þeirra sem sagt verður upp störfum eru félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrenni.

VF-ljósmynd/JKK: Guðni Jónsson fulltrúi Varnarliðsins mætti til fundar í húsakynnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis fyrir stundu og á móti honum tók Kristján Gunnarsson formaður VSFK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024