Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. febrúar 2000 kl. 10:47

Fulltrúar Sandgerðisbæjar skrópa

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar, hafa gagnrýnt þá fulltrúa bæjarfélagsins sem eiga sæti í skólanefnd F.S. og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, fyrir að skrópa ítrekað á nefndarfundum. Það sem sem verra er, er að varamenn hafa ekki verið boðaðir í stað „skróparanna“ þannig að í langan tíma hefur enginn fulltrúi Sandgerðis setið þessa fundi. Þetta er minnihlutamönnum mikið áhyggjuefni og þeir vilja að meirihluti bæjarstjórnar skipi aðra menn í umræddar nefndir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024