Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari hafa verið valdir
Lið Reykjanesbæjar í ár, þau Kristján, Helga Sigrún og Grétar Þór. Mynd af vef Reykjanesbæjar.
Mánudagur 2. október 2017 kl. 16:15

Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari hafa verið valdir

Fulltrúar Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga 2017 til 2018 hjá RÚV, verða þau Grétar Þór Sigurðsson nemi í listfræði, Helga Sigrún Harðardóttir, lögfræðingur og Kristján Jóhannsson leigubílsstjóri og leiðsögumaður.

Helga Sigrún og Kristján eru ný í keppninni en Grétar Þór keppir fyrir Reykjanesbæ í þriðja sinn í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Reykjanesbæjar mun etja kappi við lið Seltjarnarness föstudaginn 1. desember næstkomandi.