Fullt af fólki - og drasli!
Mikið fjölmenni er ennþá á Hafnargötunni í Keflavík eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur 2002 lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Biðraðir eru fyrir utan alla skemmtistaði bæjarins og umtalsvert af unglingum á ferli. Þá er mikið drasl á götum og glerbrot út um allt. Þetta er niðurstaða skoðunarferðar útsendara Víkurfrétta um miðbæ Keflavíkur. Glerbrotin verða þó farin með morgninum, því hreinsunardeild bæjarins vaknar snemma í fyrramálið.Meðfylgjandi mynd var tekin á Myllubakkanum í Keflavík fyrr í kvöld þegar þar voru samankomin á þriðja tug þúsunda gesta. Þetta er aðeins lítið brot af þeim fjölda.
VF-mynd: Tobías Sveinbjörnsson
VF-mynd: Tobías Sveinbjörnsson