Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullnægingar og mörk í kynlífi í beinni útsendingu í kvöld
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 18:31

Fullnægingar og mörk í kynlífi í beinni útsendingu í kvöld

Sjálfsfróun, fullnægingar og mörk í kynlífi verður umræðuefni sem þær Sigga Dögg kynfræðingur og Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi og umsjónamaður „Fávitar“ á Instagram verða með í beinni útsendingu í kvöld kl. 21:00. Útsendingin verður á síðunni Fávitar á Instagram og einnig á síðu Víkurfrétta á Facebook.
 
Þær Sigga Dögg og Sólborg hafa báðar verið að fara í skóla með fyrirlestra um málefni sem snerta ungt fólk og samskipti.
 
Í útsendingunni í kvöld taka þær á móti spurningum frá áhorfendum í gegnum Instagram-síðuna Fávitar en þar eru fylgjendur yfir 19.000 talsins.
 
Sólborg opnaði umræðu á Instagram um fullnægingar og viðbrögðin hafa verið mikil og fjölmargar spurningar borist. Því ákvað Sólborg að fá Siggu Dögg til liðs við sig í útsendingu kvöldsins þar sem þær ætla að ræða málefnið umbúðalaust og vonast eftir góðri þátttöku áhorfenda.
 
Útsendingin hefst kl. 21:00 á Instagram og fésbók Víkurfrétta.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024