Fullkomnasta gervigras sem völ var á í Reykjaneshöllinni
260 tonn af sandi fór á gervigrasiðFyrirtækið P. Ólafsson er umboðsaðili fyrir gervigrasið sem er í Reykja-neshöllinni en það kemur frá fyrirtækinu Polytan í Þýskalandi og heitir Monatex 33. Polytan sérhæfir sig í lagningu gervigrass og frjálsíþróttavöllum (tartan). Fimm starfsmenn frá þýska fyrirtækinu komu til Íslands í nóvemberbyrjun til að leggja grasið og tók það aðeins sextán daga. P. Ólafsson setti einnig upp enda-netin, markatöfluna og mörk-in í Reykjaneshöllinni.„Þessi tegund gervigrass er sú nýjasta á markaðnum í dag. Grasið er svokallað sandgras en það stenst alla Noðurlandastaðla yfir keppnisgras“, segir Theodór Sigurðsson, framkvæmdastjóri P. Ólafsson, og upplýsir um leið að um 260 tonn af sandi hafi farið á grasið. Það eru aðeins tvö fyrirtæki í Evrópu sem framleiða slíkan sand og kornastærðin er frá 0-2 mm. „Fyrst leggjum við 22 mm gúmmímottu og svo er grasið lagt yfir. Það kemur í 4 metra löngum rúllum og lengdin er sú sama og breiddin á vellinum. Við límum síðan allt saman og skerum úr fyrir línurnar sem eru límdar í. Það þarf því ekki að merkja völlinn þar sem línurnar eru fastar“, segir Theodór. Þegar búið er að leggja og líma þá er grasið sandað en lengdin á hárum grassins er 33 mm og sandurinn fer upp í 26-28 mm. „Á Íslandi eru nú tveir sambærilegir gervigrasvellir, annar er í Kaplakrika og hinn í Laugardal“, segir Theodór.