Fullkomið hátæknigróðurhús í Grindavík
Vegfarendur um Grindavíkurveg hafa veitt eftirtekt vel upplýstum byggingum stuttu áður en komið er til Grindavíkur. Um er að ræða skála sem líkjast einna helst gróðurhúsum og er lýsingin svo öflug að í góðu skyggni má sjá bjarmann frá Reykjanesbrautinni.
Mannvirki þessi eru á vegum ORF Líftækni sem er fyrirtæki á sviði erfðatækni í plöntum og ku vera í fremstu röð fyrirtækja á sviði sameindaræktunar sem snýst um framleiðslu verðmætra próteina í plöntum. Um er að ræða fullkomið hátæknigróðurhús upp á 2 þúsund fermetra.
Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega aðferð, svokallað Orfeus - kerfi, fyrir framleiðslu á sérvirkum próteinum fyrir læknisrannsóknir, lyf og iðnað. Prótein eru svo flókin að byggingu að þau er einungis hægt að framleiða í frumum lífvera, sem gerir þau afar dýr í núverandi framleiðslukerfum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Orfeus kerfið byggir á því að nýta sér fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein.
ORF Líftækni hf. var stofnað í árslok 2000 og hjá fyrirtækinu starfa 19 manns. Í ársbyrjun 2007 flutti fyrirtækið í nýjar höfuðstöðvar, í Líftæknihúsið að Keldnaholti. Þar fer fram öll vinna við tækniþróun og hreinsun.
Mynd: Hátæknigróðurhús ORF Líftækni í Grindavík. VF-mynd: elg
Mannvirki þessi eru á vegum ORF Líftækni sem er fyrirtæki á sviði erfðatækni í plöntum og ku vera í fremstu röð fyrirtækja á sviði sameindaræktunar sem snýst um framleiðslu verðmætra próteina í plöntum. Um er að ræða fullkomið hátæknigróðurhús upp á 2 þúsund fermetra.
Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega aðferð, svokallað Orfeus - kerfi, fyrir framleiðslu á sérvirkum próteinum fyrir læknisrannsóknir, lyf og iðnað. Prótein eru svo flókin að byggingu að þau er einungis hægt að framleiða í frumum lífvera, sem gerir þau afar dýr í núverandi framleiðslukerfum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Orfeus kerfið byggir á því að nýta sér fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein.
ORF Líftækni hf. var stofnað í árslok 2000 og hjá fyrirtækinu starfa 19 manns. Í ársbyrjun 2007 flutti fyrirtækið í nýjar höfuðstöðvar, í Líftæknihúsið að Keldnaholti. Þar fer fram öll vinna við tækniþróun og hreinsun.
Mynd: Hátæknigróðurhús ORF Líftækni í Grindavík. VF-mynd: elg