Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fullkomið eftirlitsmyndavélakerfi sett upp við Sandgerðishöfn
Þriðjudagur 13. nóvember 2007 kl. 09:38

Fullkomið eftirlitsmyndavélakerfi sett upp við Sandgerðishöfn

Nú  er unnið að því að setja upp mjög fullkomið eftirlits myndavélakerfi við Sandgerðishöfn. Settar verða upp myndavélar á ljósavitann sem mun fylgjast með Norðurgarði. Ennfremur verða settar upp vélar sem fylgjast Suðurbryggju og Smábátahöfn. Frá þessu er greint á samféalgsvefnum 245.is
 
Ákveðið var að setja upp myndavélakerfið eftir að ítrekað hafði verið brotist inn í báta í höfninni og þaðan stolið ýmsum munum og unnar skemmdir á bátum. Nýja eftirlits myndakerfið nemur allar hreyfingar á hafnarsvæðinu og safnar þeim inná öfluga tölvu sem staðsett er á Hafnarskrifstofunni. Þar geymast viðkomandi myndir og starfsmenn hafnarinnar geta ennfremur handstýrt hverri vél frá hafnarskrifstofunni ef þeir sjá eitthvað athugavert.  Vélarnar eru mjög öflugar og verður hægt að lesa múmer á bílum sem aka um hafnarsvæðið. Er því vissara fyrir þá ungu ökumenn sem stunda glæfraakstur á hafnarsvæðinu að aka varlega. Þó kerfið sé sett upp til koma í veg fyrir innbrot og skemmdaverk nýtist kerfið til öryggis fyrir sjófarendur í Sandgerðishöfn. Áætlaður kosnaður við kerfið er á þriðju milljón króna.

Texti og myndir: Reynir Sveinsson |af vefnum 245.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024