Fullfermi af loðnu og kjölsvínið fóðrað!
Í dag hefur verið unnið að löndun á fullfermi af loðnu úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í Grindavíkurhöfn, en loðnan fer til bræðslu hjá Samherja í Grindavík.Vilhelm Þorsteinsson EA er stórt og mikið skip sem kallar á mikla þjónustu þegar það kemur í land. Á bryggjuna voru meðal annars mættir tveir vígalegir kafarar frá Köfunarþjónustu Árna Kópssonar.
Árni sagðist í samtali við blaðamann Víkurfrétta vera á leiðinni niður til að fóðra kjölsvínið en svo ætlaði hann í leiðinni að athuga ástand á zinki á skrokki skipsins.
Árni sagðist í samtali við blaðamann Víkurfrétta vera á leiðinni niður til að fóðra kjölsvínið en svo ætlaði hann í leiðinni að athuga ástand á zinki á skrokki skipsins.