Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fullbúið keppnishús og 25 metra sundlaug
Laugardagur 23. janúar 2021 kl. 07:15

Fullbúið keppnishús og 25 metra sundlaug

Unnið að fullnaðarhönnun Stapaskóla í Reykjanesbæ

Hafin er hönnun á öðrum áfanga Stapaskóla en það er fullbúið keppnishús ásamt 25 metra sundlaug, vaðlaugum og útipottasvæði til suðurs. Hönnunarteymi vinnur nú að fullnaðarhönnun og er stefnt af því að bjóða verkið út í vor eða sumar og framkvæmdir hefjist um mitt ár 2021.

Í upphaflegri hönnun var gert ráð fyrir íþróttarhúsnæði yrði eingöngu ætlað í kennslu og 16,6 metra sundlaug. Stækkunin er tengd núverandi skólahúsnæði og er til vesturs við núverandi byggingu. Við þessar breytingar fer þetta mannvirki úr um 2900 m2 í 5000 m2 enda er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir um 800–1200 áhorfendum, salernum, æfingaaðstöðu og búningsklefum fyrir keppnisfólk. Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar, er kosturinn við að fara þessa leið sá að það eru rými í skólanum sem nýtast keppnishúsinu og öfugt, skólinn fær glæsilega kennsluaðstöðu. Nægt rými er í kring fyrir bílastæði og góð tenging við náttúruna með fallegum gönguleiðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Gætt er vel að því að útlit og gerð viðbyggingar sé í stíl við núverandi byggingu og hún falli vel að skólahúsnæðinu. Búið er að halda þó nokkra rýnifundi þar sem hugsanlegir notendur fá tækifæri til að koma athugasemdum og/eða ábendingum á framfæri og er sú vinna ómetanleg fyrir okkur sem vinna að hönnuninni,“ segir Guðlaugur Helgi.

Nokkur umræða var um þessa framkvæmd í bæjarstjórn og bæjarráði sem er byggingarnefnd skólans. Þar var þessi stækkun að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Séð inn í sundlaugina sem verður innanhúss.

Séð frá gangi inn í íþróttasal.

Líkamsræktin.

Pottasvæðið verður skemmtilegt.