Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Full ferðataska af þýfi í flugstöðinni
Laugardagur 12. október 2019 kl. 12:04

Full ferðataska af þýfi í flugstöðinni

Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að ferðataska hefði verið skilin eftir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eigandinn líklega farinn úr landi.  Þar sem taskan var ómerkt var hún opnuð í þeirri viðleitni að bera örugg kennsl á eiganda hennar. Þegar hún var opnuð vaknaði grunur um að flest það sem hún hafði að geyma væri þýfi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós hver eigandi töskunnar var og að hann væri farinn af landi brott. Lögregla vinnur að lausn málsins.

Lenda þurfti flugvél sem var á leið frá Varsjá í  Póllandi til New York í Bandaríkjunum  á Keflavíkurflugvelli í vikunni  vegna veikinda farþega. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024