Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fuglaskoðunarhús splundraðist í óveðrinu
Þriðjudagur 11. desember 2018 kl. 22:30

Fuglaskoðunarhús splundraðist í óveðrinu

Fuglaskoðunarhús við Sandgerðistjörn gjöreyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir Reykjanesskagann í morgun. Húsið splundraðist í veðrinu og liggur nú bark við tjörnina þar sem húsið stóð áður.
 
Fuglalíf við tjörnina í Sandgerði er mikið og húsið notað sem skjól fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun og vilja komast hjá því að trufla fuglalífið.
 
Myndina tók Tómas Knútsson.



Svona var fuglaskoðunarhúsið. Mynd úr safni Víkurfrétta.


 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024