Fuglaskoðun í Sandgerði síðdegis
Fuglalíf er fjölskrúðugt í Sandgerði og setja farfuglar sterkan svip á fuglalífið í fjörunni á þessum árstíma. Sumar tegundanna eiga hér sumardvöl á meðan aðrar staldra stutt við á leið sinni til Grænlands og Kanada.
Í dag, þriðjudaginn 29. maí, bíður Náttúrustofa Reykjaness til fuglaskoðunar frá kl. 18-20. Mæting er við Garðveg 1. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.