FSS og Bláa lónið með veglegan sýningarbás á Ferðasýningunni 2007
Ferðamálasamtök Suðurnesja og Bláa lónið verða sameiginlega með veglegan sýningarbás á Ferðasýningunni 2007 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi dagana 20. – 22. apríl næstkomandi, þ.e. um næstu helgi. Þar verða ferðamöguleikar Reykjanesskagans kynntir með vandaðri framsetningu og ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurnesjum kynna þjónustu sína. Þetta er í fyrsta skipti sem FSS og Bláa lónið sameinast um sýningarbás á þessari sýningu. Þess er því vænst að básinn muni hafa meira aðdráttarafl en ella, enda verður mikið í hann lagt.
Sýningin verður sú stærsta fram að þessu þar sem sýningarnar Golf 2007 og Sumarið 2007 verða samhliða þessa sömu helgi í Fífunni. Það hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að halda eina stóra og veglega ferðasýningu hér á landi í stað þess að halda fleiri og smærri. Nú er sumsé komið að því.
Hátt í 300 aðilar verða þátttakendur á sýningunni og verður fjölmargt í boði fyrir gesti, s.s. keppnir, leikir, fyrirlestrar og áhugaverðar uppákomur af ýmsu tagi.
Sýningin verður sú stærsta fram að þessu þar sem sýningarnar Golf 2007 og Sumarið 2007 verða samhliða þessa sömu helgi í Fífunni. Það hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að halda eina stóra og veglega ferðasýningu hér á landi í stað þess að halda fleiri og smærri. Nú er sumsé komið að því.
Hátt í 300 aðilar verða þátttakendur á sýningunni og verður fjölmargt í boði fyrir gesti, s.s. keppnir, leikir, fyrirlestrar og áhugaverðar uppákomur af ýmsu tagi.