Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS úr leik í ræðukeppni framhaldsskólanna
Sunnudagur 13. nóvember 2011 kl. 11:15

FS úr leik í ræðukeppni framhaldsskólanna

Um helgina lauk 32-liða úrslitum MORFÍs, ræðukeppni framhaldsskólanna þar sem Fjölbrautaskóli Suðurneja þurfti að sætta sig við naumt tap gegn Menntaskólannum á Ísafirði.

Beita þurfti hinni alræmdu „tveggja dómara reglu“ eða lögum 6.8.a, sem veitti liði MÍ sigur eftir að tveir dómaranna dæmdu þeim skóla sigur. Arnar Már Eyfells úr liði FS var hinsvegar stigahæsti ræðumaður kvöldsins. Heildarstig voru 2696 og munurinn 38 stig.

Mynd: Arnar Eyfells var valinn ræðumaður kvöldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024