Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS nemar sigruðu í hugmyndasamkeppni- gerðu náttborð úr majónesdós
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 09:53

FS nemar sigruðu í hugmyndasamkeppni- gerðu náttborð úr majónesdós

Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigruðu í Snilldarlausnum Marel sem er hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna. Vinningshluturinn var fjölnota náttborð, búið til ú majónesdós. FS-ingar slógu stóru framhaldsskólunum á borð við MR, Versló og Menntaskóla Akureyrar, aftur ref fyrir rass en okkar menn voru nýlega í 2. sæti í framkvæmdakeppni skólanna, Boxinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Allir framhaldsskólanemendur á landinu máttu taka þátt en keppnin gengur út á að gera sem mest virði úr einum ákveðnum einföldum hlut. Í ár var það dós sem lék aðalhlutverkið og skipti engu hvers konar dós um var að ræða, rafmagnsdós, skyrdós, kókdós, niðursuðudós eða hvaða dós sem er. Þetta aukna „virði“ áttu þátttakendur að taka upp á myndband, ekki lengra en þrjár mínútur og senda inn í keppnina.

Tveir hópar úr FS tóku þátt og sendu inn myndbönd sem voru bæði mjög frambærileg. Annar hópurinn gerði sér svo lítið fyrir og sigraði í keppninni en hann bjó til fjölnota náttborð með innbyggðu ljósi með dimmi, hátölurum, hleðslutæki fyrir síma og hátalarasnúru fyrir síma. Náttborðið var búið til úr majónesdós sem nemendur fengu úr mötuneyti skólans. Það voru Guðmundur Hermann Salbergsson, Haukur Örn Harðarson, Jón Gunnar Sæmundsson og Sigurður Jón Sigmundsson sem skipuðu sigurliðið en þeir eru allir á málm- og vélstjórnarbraut skólans. Þeim til halds og trausts var Ívar Valbergsson vélstjórnarkennari og Bjarki Þór Wium Sveinsson aðstoðaði við gerð myndbandsins. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og afhenti Katrín Jakobsdóttir ráðherra drengjunum okkar verðlaun sín sem námu 100.000 kr.

Hér má sjá myndbandið ásamt fleirum á heimasíðu marels.