Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS mun ekki þurfa að fækka nemendum - segir Björgvin
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 10:59

FS mun ekki þurfa að fækka nemendum - segir Björgvin

-segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

„Fyrir það fyrsta er ekki verið að skera niður til FS líkt og sumir hafa látið liggja að. Heldur telja forsvarsmenn skólans sig þurfa aukningu til að standa með sóma undir starsemi skólans, sem hefur gengið vel og nemendum fjölgað á undanförnum árum,“ -segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

„Ég hef rætt máið við menntamálaráðherra í vikunni og mun taka málefni skólans upp á næsta fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í næstu viku. Einnig förum við yfir þetta á vettvangi fjárlaganendar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki ber ég brigður á að skólinn þurfi auknar fjárveitingar en bið menn að tala af ábyrgð. Engin ástæða er til að senda röng og villandi skilaboð út í samfélagið því að það mun ekki verða látið gerast að FS þurfi að fækka nemendum eða starfsmönnum. Það munum við tryggja í þinginu núna þegar fjárlagavinnan fer fram.

Skólinn og ráðuneytið eiga og verða að ræða þetta af yfirvegun án tafar, það er fráleitt að þurfa að reka slíka kröfugerð með stóryrðum í fjölmiðlum. Saman munum við komast að góðri niðurstöðu sem tryggir góðan rekstur FS um langa framtíð.“