FS mætir FG á RÚV annað kvöld
- í 8 liða úrslitum í Gettu betur.
	Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 8 liða úrslitum í Gettu betur, spurningakeppni framhaldskólanna.
	Í fyrstu umferð keppninnar töpuðu FS-ingar fyrir liði Flensborgarskóla en komst áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið. Í næstu umferð sigraði FS lið FSU og komst þannig í 8 liða úrslit sem fara fram í Sjónvarpinu.  
	Lið skólans skipa Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir.  Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Þjálfari liðsins er Grétar Þór Sigurðsson.
				
	
				
 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				