FS-ingar mæta FG í 8 liða úrslitum
Keppnin fer fram á RÚV 4. febrúar.
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætir liði Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, 4. febrúar næstkomandi. Sú viðureign verður á RÚV og er um að ræða 8 liða úrslit.
Í fyrstu umferð keppninnar töpuðu FS-ingar okkar fyrir liði Flensborgarskóla en komst áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið. Í næstu umferð sigraði FS síðan lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og er þ.a.l. komið í 8 liða úrslit sem fara fram í Sjónvarpinu.
Lið skólans skipa Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir. Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Þjálfari liðsins er Grétar Þór Sigurðsson.
Aðrar viðureignir eru Flensborg - FVA, MR - Kvennó og MH - MA.