Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS-ingar í Háskólabíói
Föstudagur 17. apríl 2009 kl. 12:14

FS-ingar í Háskólabíói

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag, föstudaginn 17. apríl fara fram úrslit ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, í Háskólabíói en þar munu eigast við lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lið Verzlunarskóla Íslands. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Fjölbrautaskólans sem ræðuliðið kemst í úrslit Morfís, en liðið í ár er skipað þeim Fannari Óla Ólafssyni, Oddi Gunnarssyni, Davíði Má Gunnarssyni og Sigfúsi Jóhanni Árnasyni.

Umræðuefni kvöldsins verður geimferðir, og mælir FS með, en Verzló á móti.

Lið FS sigraði lið Menntaskólans á Ísafirði í undanúrslitum í hnífjafnri keppni, en þá var Sigfús Jóhann Árnason valinn ræðumaður kvöldsins og mæltu FS-ingar á móti því að það mætti gera grín að öllu.

Miðar á keppnina eru seldir í FS, og kostar einn slíkur 1000 krónur, en ef fólk ætlar með rútunni, þá kostar það 500 krónur aukalega. Keppnin hefst kl. 20:00.