Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS-ingar áfram í Boxinu
Fimmtudagur 27. október 2011 kl. 14:09

FS-ingar áfram í Boxinu

FS er komið áfram í 8 liða úrslit í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem kallast BOXIÐ. Undankepni BOXINS fór fram í FS á þriðjudaginn var. Alls voru 15 framhaldskólar sem sendu lið í keppnina og í undankeppninni var keppt í tveimur þrautum samtímis sem máttu ekki taka lengri tíma en 30 mín.

Þrautirnar voru:

1. Byggja átti undir 1 egg eins hátt og hægt var með A4 blöðum einum saman, FS-ingar náðu 122 cm.

2.Var tölvuleikur sem gekk út á það að byggja brýr, þar gekk FS-ingum mjög vel og fóru þeir yfir 8 borð.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Þrátt fyrir atvinnuleysi hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024