Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FS í 5. sæti í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna
Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 10:38

FS í 5. sæti í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Úrslit í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fóru fram laugardaginn 10. nóvember í Háskólanum í..

Úrslit í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fóru fram laugardaginn 10. nóvember í Háskólanum í Reykjavík. Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja tók þátt í þessari úrslitakeppni og stóð sig þar með prýði. Liðsmenn FS lentu í 5. sæti og unnu eina þraut af fimm en það var þraut ÍAV.  Þá fengu þeir verðlaun fyrir besta liðsandann í tveimur þrautum.  Lið skólans skipuðu þeir Hafsteinn Fannar Barkarson, Björn Geir Másson, Ólafur Magnús Oddsson, Óskar Örn Óskarsson og Eyþór Eyjólfsson.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema stöðu fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Þrátt fyrir atvinnuleysi hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki. 

Allir framhaldsskólar landsins gátu sent lið í keppnina og er hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla. Um þrautabraut er að ræða með nokkrar stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað.  Þrautirnar reyna á hugvit og verklag.  Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sáu um og útvega efni í þrautir sem lagðar voru fyrir liðin.

www.fss.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024