FS heimsótti Latabæ
Nemendur í myndlist á starfsbraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja fóru í vel heppnaða menningarferð sl. fimmtudag. Ferðinni var heitið í hinn eina sanna Latabæ. Kjartan Már Kjartansson kórstjórinn í FS og starfsmaður í fyrirtækinu "Latabæ" tók á móti hópnum og kynnti bæinn fyrir nemendum. Þarna var á að líta upptökuver, leikmyndir, brúður og margt fleira. Einnig fengu nemendur að sjá sjónvarpsþátt um líf bæjarbúa í Latabæ og boðið var upp á orkuvatn o.fl.
Myndin var tekin heima hjá Glanna glæp, hann var ekki heima sem betur fer.