Frystitogari í Garðinn
Nesfiskur í Garði hefur fest kaup á frystitogaranum Rán HF sem var áður í eigu Stálvíkur í Hafnarfirði.
Skipið er um 598 brúttórúmlestir, smíðað í Vigo á Spáni árið 1990. Aflaheimildir skipsins voru um 2000 þorskígildistonn en óljóst er hversu mikið af þeim mun fylgja skipinu til Garðs að sögn Bergþórs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Nesfisks, sem bætir því við að aðdragandinn að kaupunum hafi verið skammur.
„Það verða ekki breytingar á landvinnslunni heldur er sjófrystingin bara viðbót við vinnsluna hjá okkur þar sem við erum að frysta í landi, erum með saltfisk og þurrkun á hausum og skreið.“
Auk Ránar á Nesfiskur fyrir tvo togara, Sóley Siguróns og Berglín, auk nokkurra minni báta.
„Við erum bara að efla og styrkja reksturinn,“ segir Bergþór að lokum. „Við erum að fjölga okkar möguleikum. Þetta er bara einn fóturinn enn undir borðið.“
Skipið er um 598 brúttórúmlestir, smíðað í Vigo á Spáni árið 1990. Aflaheimildir skipsins voru um 2000 þorskígildistonn en óljóst er hversu mikið af þeim mun fylgja skipinu til Garðs að sögn Bergþórs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Nesfisks, sem bætir því við að aðdragandinn að kaupunum hafi verið skammur.
„Það verða ekki breytingar á landvinnslunni heldur er sjófrystingin bara viðbót við vinnsluna hjá okkur þar sem við erum að frysta í landi, erum með saltfisk og þurrkun á hausum og skreið.“
Auk Ránar á Nesfiskur fyrir tvo togara, Sóley Siguróns og Berglín, auk nokkurra minni báta.
„Við erum bara að efla og styrkja reksturinn,“ segir Bergþór að lokum. „Við erum að fjölga okkar möguleikum. Þetta er bara einn fóturinn enn undir borðið.“