Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frystir á morgun
Mánudagur 19. janúar 2009 kl. 08:23

Frystir á morgun



Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustan og síðar austanátt 5-13 m/s og dálitlum éljum. Norðlægari á morgun og vægt frost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Austan og norðaustan 8-15 m/s, slydda eða snjókoma með köflum og hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt og él, en þurrt S- og V-lands. Heldur kólnandi.

Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið SV-lands. Hiti um eða undir frostmarki.

Á sunnudag:
Útlit fyrir éljagang og vægt frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Morgunstemmning á Fitjum.