Frysta fisk allan sólarhringinn
Við Hrannargötu í Keflavík hefur lítið fiskvinnslufyrirtæki vaxið hratt á síðustu misserum, svo hratt að það hefur sprengt utan af sér húsnæðið og veitir rúmlega 50 manns atvinnu. Fyrirtækið heitir AG Seafood og stærsti eigandi þess og framkvæmdastjóri er Arthur Galvez.
Til þess að fyrirtækið geti haldið áfram að stækka hefur verið ráðist í kaup á frystihúsi í Sandgerði. Nú er unnið að standsetningu á því húsi og stefnt að því að hefja framleiðslu þar í september eða október í haust. Þegar fyrirtækið flytur í Sandgerði er vonast til að fyrirtækið geti tvöfaldað starfsmannafjöldann og veitt um 100 manns atvinnu. Þá er einnig í skoðun að reka áfram starfsstöð í húsnæði fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
Eigendur AG Seafood segja markaðinn ytra geta tekið við öllu því sem fyrirtækið framleiðir og það sé í raun bara framboð á fiskmörkuðum sem ráði för.
Nánar í Víkurfréttum sem koma út í dag.