Fryst sandsíli í beitu selt á 105 kr/kg
Veiðar á sandsíli og fleiri sílategundum eru áhugaverður kostur og þá ekki síst í ljósi þess háa verðs sem verið er að greiða fyrir innflutt sandsíli sem notað er í beitu. Verðið á því hefur verið um 105 krónur fyrir kílóið nú í sumar og því er ljóst að ekki þarf mjög mikinn afla til þess að útgerðin borgi sig.
Alls finnast þrjár fisktegundir af sandsílaætt hér við land en þær eru sandsíli, trönusíli og marsíli. Samkvæmt bókinni Fiskar og fiskveiðar er trönusílið þeirra lengst eða allt að 40 sentímetrar að lengd en marsílið og sandsílið eru mun minni eða 25 og 20 sentímetrar að lengd. Öll eiga sílin það sammerkt að grafa sig í botninn á daginn en um lágnættið og í dögun ganga þau um í stórum torfum. Marsíli og sandsíli halda sig grafin í sandinn stærstan hluta vetrar.
Víða erlendis s.s. í Danmörku og Skotlandi eru stundaðar umfangsmiklar veiðar á fiskum af sandsílaætt og eru sílin uppistaðan í hráefninu sem berst til danskra fiskimjölsverksmiðja á ári hverju.
Hérlendis hafa umræddar fisktegundir ekki verið veiddar sl. aldarfjórðung eða svo en síðast þegar þessar veiðar voru stundaðar voru m.a. skipin Arney, Seley og Dagfari á veiðum. Ágætur árangur náðist en sílin voru veidd til bræðslu.
Magnús Daníelsson, útgerðarmaður Njarðvíkur GK og Mána GK, hefur lengi alið þann draum með sér að reyna veiðar á sandsíli og fleiri sílategundum. Hann segir lítið vitað um þessar tegundir hér við land annað en að magið sé mikið.
-- Sandsíli, marsíli og trönusíli eru auðvitað mjög þýðingarmikil fyrir fæðukeðjuna í hafinu og margir aðrir fiskar lifa á þessum sílum. Hins vegar eru þetta tiltölulega skammlífir fiskar og því finnst mér skynsamlegt að það sé kannað betur hvort ekki sé hægt að stunda takmarkaðar veiðar með það að markmiði að nýta aflann í t.d. beitu. Svo kann vel að vera að það sé réttlætanlegt að veiða eitthvað magn í bræðslu. Vandinn er hins vegar sá að það verður að vera hægt að tryggja að ekki sé verið að veiða aðrar fisktegundir. Núna eru t.d. sterkir ýsuárgangar að koma inn í veiðina og við urðum áþreifanlega varir við ýsuseiðin á þessum tilraunaveiðum okkar, segir Magnús Daníelsson.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Alls finnast þrjár fisktegundir af sandsílaætt hér við land en þær eru sandsíli, trönusíli og marsíli. Samkvæmt bókinni Fiskar og fiskveiðar er trönusílið þeirra lengst eða allt að 40 sentímetrar að lengd en marsílið og sandsílið eru mun minni eða 25 og 20 sentímetrar að lengd. Öll eiga sílin það sammerkt að grafa sig í botninn á daginn en um lágnættið og í dögun ganga þau um í stórum torfum. Marsíli og sandsíli halda sig grafin í sandinn stærstan hluta vetrar.
Víða erlendis s.s. í Danmörku og Skotlandi eru stundaðar umfangsmiklar veiðar á fiskum af sandsílaætt og eru sílin uppistaðan í hráefninu sem berst til danskra fiskimjölsverksmiðja á ári hverju.
Hérlendis hafa umræddar fisktegundir ekki verið veiddar sl. aldarfjórðung eða svo en síðast þegar þessar veiðar voru stundaðar voru m.a. skipin Arney, Seley og Dagfari á veiðum. Ágætur árangur náðist en sílin voru veidd til bræðslu.
Magnús Daníelsson, útgerðarmaður Njarðvíkur GK og Mána GK, hefur lengi alið þann draum með sér að reyna veiðar á sandsíli og fleiri sílategundum. Hann segir lítið vitað um þessar tegundir hér við land annað en að magið sé mikið.
-- Sandsíli, marsíli og trönusíli eru auðvitað mjög þýðingarmikil fyrir fæðukeðjuna í hafinu og margir aðrir fiskar lifa á þessum sílum. Hins vegar eru þetta tiltölulega skammlífir fiskar og því finnst mér skynsamlegt að það sé kannað betur hvort ekki sé hægt að stunda takmarkaðar veiðar með það að markmiði að nýta aflann í t.d. beitu. Svo kann vel að vera að það sé réttlætanlegt að veiða eitthvað magn í bræðslu. Vandinn er hins vegar sá að það verður að vera hægt að tryggja að ekki sé verið að veiða aðrar fisktegundir. Núna eru t.d. sterkir ýsuárgangar að koma inn í veiðina og við urðum áþreifanlega varir við ýsuseiðin á þessum tilraunaveiðum okkar, segir Magnús Daníelsson.
Sjá nánar á InterSeafood.com.