Frumvarp um vernd mikilvægra innviða samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Fimmtíu og sjö þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Með frumvarpinu er heimilt að ráðast í gerð varnargarða í Svartsengi og verja þannig mikilvæga innviði eins og orkuverið sem þar er. Orkuver HS Orku sér öllum íbúum fyrir heitu og köldu vatni, auk þess sem þar er raforkuframleiðsla.
Markmið laganna er að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum. Lög þessi gilda um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna á Reykjanesskaga eftir því sem nánar greinir í ákvæðum laganna. Ríkislögreglustjóri fer með framkvæmd aðgerða sem tekin er ákvörðun um á grundvelli laga þessara.
Nauðsynlegar framkvæmdir sem falla undir lögin eru:
1. Uppbygging varnargarða.
2. Gerð varnarfyllinga yfir veitumannvirki,
3. Gröftur leiðarskurða.