Frumvarp um gagnaver samþykkt með breytingum
Frumvarp iðnaðarrráðherra um gagnaver á Suðurnesjum var samþykkt í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun með veigamiklum breytingum. Þær eru helstar að gildistími samningsins er styttur um helming, úr 20 árum í 10 ár til samræmis við nýtt frumvarp um ívilnanir sem gerir ráð fyrir að framvegis verði samningar um ívilnanir til 10 ára.
Þá styður nefndin samkomulag sem náðst hefur milli stjórnvalda og Novator, eins hluthafa fyrirtækisins Verne Holding ehf. sem reka mun gagnaverið, þess efnis að Novator framselji til ríkisins sinn hlut í þeim fjárhagslega ávinningi sem felst í fjárfestingarsamningnum sjálfum.