Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. nóvember 1999 kl. 22:56

FRUMLEIKHÚSIÐ FÉKK HÆSTA STYRKINN

Styrkveitingar Reykjanesbæjar: Frumleikhúsið fékk hæsta styrkinn Ellefu aðilar sóttu um styrki Menningar- og safnaráðs. Ráðið fundaði 26.október s.l. og fór yfir umsóknirnar. Samþykkt var að veita Baðstofunni 200.000 kr. styrk, Davíð Ólafsson fékk einnig 200.000 kr. styrk, en hann er við nám í óperudeild Tónlistarskóla Vínarborgar. Art.is fékk 100.000 kr. styrk vegna menningarverkefnis á landsbyggðinni árið 2000, um er að ræða sýningu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frumleikhúsið fékk hæsta styrkinn að þessu sinni, 422.775 kr. vegna leikstjóralauna og 368.000 kr. til kaupa á píanói. Tveir menn fengu styrki til að gefa út geisladiska, en ráðið samþykkti að veita Starkaði Barkarsyni styrk að upphæð 70 þús. kr. og Kristni Rúnari Hartmannssyni 50 þús. kr. Hermann Árnason fékk styrk að upphæð 50 þús. kr. vegna sýningar sem haldin var á Akureyri s.l. sumar. Einar Ingimundarson fékk styrk að upphæð 30.000 kr. vegna vinnu við samantekt á niðjatali. Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur sóttu um styrki en var hafnað á þeim forsendum að þeir hefðu fengið styrki fyrr á þessu ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024